stacks_image_DE55A58A-8F5B-4653-993C-F6E8DD47F13C


Siðan1921
BSR
Bifreiðastöð Reykjavíkur hóf rekstur sinn í janúar árið 1921 og er því eitt þriggja elstu fyrirtækja í Reykjavík sem starfandi eru í dag. Sama ár byggði stöðin nýbyggingu við Austurstræti 22, á þeim tíma voru tvö símanúmer 715 og 716 á BSR eins og stöðin hefur verið kölluð í gegnum árin. Auk aksturs innanbæjar, hélt stöðin uppi reglulegum áætlunarferðum víðs vegar til Hafnarfjarðar og austur yfir Hellisheiði eins langt og vegir náðu, t.d. Eyrarbakka, Selfoss, Þjórsár, Landvegar, Ægissíðu, Garðsauka,Hvolsvallar, Fljótshlíðar o.fl.. Auk þess sá BSR um vöruflutninga. Milli 1920 og 1930 voru bifreiðarnar 6 - 14 manna og þess má geta að BSR var með fastar ferðir frá Lækjartorgi að Sundlaugum gegn sætagjaldi og má segja að það hafi verið vísir af þjónustu Strætó í dag.
Árið 1948 flutti BSR að Lækjagötu 4B en þá var símanúmer BSR 1720 og svo kom einn fyrir framan og varð 1 17 20. Árið 1943 var Hreyfill stofnaður en á þeim tíma átti samvinnufélagshugsjóninn að bjarga öllu. Í gegnum árin hefur Hreyfill verið aðal keppinautur BSR um hylli viðskiptavinanna. Árið 1990 flutti BSR höfuðstöðvar sínar að Skógarhlíð 18.
  Árið 1995 er símanúmer voru orðin sjö stafa þótt markaðsmönnum rétt að skipta yfir í Fimmtíu og sex tíuþúsund, 56 10 000.
 
Eins og að framan greinir hefur BSR verið frumkvöðull í þjónustu við þá sem eru á ferðinni t.d. var BSR fyrsta stöðin sem tók upp talstöðvarkerfi og lagði um leið niður símalínurnar sem voru á nokkrum staurum um borgina. Bifreiðastöðin Steindór var fyrst bifreiðastöðva til að taka á móti kreditkortum í öllum bílum sínum en BSR var nr. 2. Steindór hætti rekstri seint á síðustu öld og hafa margir góðir bifreiðastjóra frá Steindóri gengið til liðs við BSR.

BSR var fyrsta stöðin til að taka móti rafrænum greiðslum gegnum GSM posa. Í röðum BSR þar sem starfa 150 starfsmenn eru húsasmiðir, rafvirkjar, hagfræðingar, sagnfræðingar, leiðsögumenn sem hafa valið sér þjónustustarfið leigubifreiðastjóri. Fólk og fyrirtæki er í auknum mæli að nýta sér þá fjölbreyttu og ódýru þjónustu sem leigubíllinn er, en auk þess að aka innanbæjar og á flugstöð nota margir leigubílinn til að sendast með bréf og útrétta. Taka á móti íslenskum og erlendum gestum og sinna þeim í þeirra erindagjörðum eða útsýnisferðum um landið.